1.3.2009 | 22:30
Ungur nemur, gamall temur
Þetta eru sönn orð...
Ég er ungur maður og mér finnst hreinlega lítið til þess koma hvernig stjórnmálamenn margir hverjir haga sér nú til dags. Fyrirmyndirnar eru mjög fáar til að mynda, Jóhanna sigurðar, XS katrín J. XV Dagur.B XS, þorgerður katrín XD... listinn er ekki tæmandi.. en hann er heldur ekki langur. Ungt fólk tileinkar sér vinnubrögð hinna eldri og margir í pólitík í dag eru oft "yfir lögin hafin/nn" siðferði er bara orð í orðabók sem þeir hinir sömu skilja ekki merkinguna.
Það þarf góðar fyrirmyndir í íslenska pólitík,
stjórnmál eru tæki til góðverka, þeim er mistbeitt ýmisst með valdabrölti eða skítkasti. þá er gert ógagn. Ég ætlast til þess af stjórnmálamönnum sem eru lýðræðislega valdir af samfélaginu og treyst til að gera góða hluti, að þeir séu sjálfum sér samkvæmir og missi ekki sjónar á réttlætiskenndinni og auðmýkt.
Sjálfur er ég í framboði fyrir Samfylkinguna í Norð-Austukjördæmi og býð mig fram í 3.-4.sæti á listanum. Í kjördæminu fer fram rafrænt opið prófkjör sem þýðir að allir geta kosið þó svo þeir/þær séu ekki flokksbundnir og hvet ég því fólk sem er með lögheimili í kjördæminu að nýta lýðræðislegan rétt sinn og taka þátt í að raða á listann hér ! þá er möguleiki á endurnýjun.
Mbk
Jónas Abel Mellado
Ungur jafnaðarmaður
Athugasemdir
Sæll Jónas og vertu velkominn á bloggið.
Kveðja Ásgerður
egvania, 7.3.2009 kl. 16:16
Ef satt skal segja Jónas þá vil ég setja farbann á þig í Bónus, hver á að heilsa okkur kerlingunum með brosi og hver á að segja góða helgi og svo framvegis.
Kveðja Ásgerður
egvania, 12.3.2009 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.